Reiðmaðurinn hjá LBHI

10. maí 2011
Fréttir
Reiðmaðurinn er á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands. Reiðmaðurinn er tveggja ára nám, sem hægt er að taka samhliða vinnu eða öðru námi. Reiðmaðurinn er á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands. Reiðmaðurinn er tveggja ára nám, sem hægt er að taka samhliða vinnu eða öðru námi.

Bóklegi hlutinn er tekinn fyrst og fremst í fjarnámi en einnig er tveggja daga staðarlota á Hvanneyri á önn. Fjórar verklegar helgar eru á hverri önn þar sem unnið er með eigin hest. Áætlað er að bjóða verklega námið fram í Húnavatnssýslu, á höfuðborgarsvæðinu og Hellu (sett með fyrirvara). Megináhersla er lögð á reiðmennsku. Einnig er fjallað um almenn atriði sem snúa að hrossarækt og almennu hestahaldi, s.s. fóðrun, frjósemi og kynbætur. Námið er metið til 33 ECVET – eininga á framhaldsskólastigi og lýkur námskeiðsröðinni með sérstakri viðurkenningu frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

REIÐMAÐURINN
Nám í reiðmennsku og hrossarækt
Reiðmaðurinn er heiti á námskeiðsröð sem ætluð er fróðleiksfúsu hestafólki. Námið er tilvalið fyrir þá sem vilja auka færni sína í reiðmennsku og þekkingu á hrossarækt og almennu hestahaldi. Endurmenntun LbhÍ sér um framkvæmdina en að auki koma Landssamband hestamannafélaga og Félag hrossabænda að náminu. Nánari upplýsingar um Reiðmanninn og umsóknaeyðublað má finna á www.lbhi.is/namskeid eða um netfangið endurmenntun@lbhi.is

Auglýsinguna má sjánánar hér.