Reiðleiðir á Þingvöllum

19. júní 2013
Fréttir
Umferð hestamann var mikil um síðustu helgi í gegnum þjóðgarðinn enda sleppitúrar hestamanna í hámarki og voru um 400 hross á Skógarhólum ásamt fjölmörgum knöpum. Almennt gekk ágætlega hjá flestum en eitthvað er um að hestamenn fari ekki réttar reiðleiðir í gegnum þjóðgarðinn og missi frá sér hross vegna ýmissa ástæðna.

Umferð hestamann var mikil um síðustu helgi í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum enda sleppitúrar hestamanna í hámarki og voru um 400 hross á Skógarhólum ásamt fjölmörgum knöpum. Almennt gekk ágætlega hjá flestum en eitthvað er um að hestamenn fari ekki réttar reiðleiðir í gegnum þjóðgarðinn og missi frá sér hross vegna ýmissa ástæðna.

Meðal annars fundust á sunnudag nokkur hross bundin við staur í Hallviki nokkuð frá reiðleiðinni um Gjábakkastíg. Eftir nokkra eftirgrennslan fannst eigandi þeirra en einnig voru laus hross á þjóðveginum yfir Mosfellsheiði fyrir utan þjóðgarðinn sem sloppið höfðu úr rekstri yfir Mosfellsheiði. Einnig töldu einhverjir hestamenn að eina leiðin í gegnum þjóðgarðinn væri að fara þjóðveginn sem er stórhættulegt enda umferð bíla gríðarmikil og hröð og mikið um blindbeygjur.

Hér má kynna sér nánar reiðleiðir í gegnum þjóðgarðinn og annað er varðar hestamennsku í þjóðgarðinum.