Reiðhöll rís í Búðardal

12. desember 2008
Fréttir
Hestamannafélagið Glaður í Búðardal og Hrossaræktar- samband Dalamanna standa fyrir byggingu reiðhallar í Búðardal. Húsið er 20x47 fermetra stálgrindarhús frá Steelbuilding, flutt inn af Jötunnvélum á Selfossi.Hestamannafélagið Glaður í Búðardal og Hrossaræktar- samband Dalamanna standa fyrir byggingu reiðhallar í Búðardal. Húsið er 20x47 fermetra stálgrindarhús frá Steelbuilding, flutt inn af Jötunnvélum á Selfossi.Hestamannafélagið Glaður í Búðardal og Hrossaræktarsamband Dalamanna standa fyrir byggingu reiðhallar í Búðardal. Húsið er 20x47 fermetra stálgrindarhús frá Steelbuilding, flutt inn af Jötunnvélum á Selfossi.

Það er einkahlutafélagið Nesoddi sem er eigandi reiðhallarinnar. Eigendur Nesodda eru Glaður 60% og Hrossaræktarsambandið 20%. Tuttugu prósenta hlutur sem útaf stendur er til sölu. Eyþór Jón Gíslason, formaður Glaðs, segir að upphaflega hafi Dalamenn fengið fimm milljónir króna úr reiðhallarsjóði Guðna Ágústssonar. Dalabyggð hafi síðan lagt til tólf milljónir króna. Ekki sé ennþá ljóst hver endanlegur kostnaður verði.

„Efnið í reiðhöllina er komið á staðinn. Þessa dagana eru menn frá Loftorku að byggja sökkla undir húsið og við vonumst til að við náum að gera það fokhelt í vetur,“ segir Eyþór Jón.