Rausnarlegur styrktarsamningur VÍS við LH og LM

05. júní 2009
Fréttir
Vátryggingafélag Íslands (VÍS) gerði í dag rausnarlegan styrktarsamning við Landssamband hestamannafélaga og Landsmót ehf. Vátryggingafélag Íslands (VÍS) gerði í dag rausnarlegan styrktarsamning við Landssamband hestamannafélaga og Landsmót ehf.
Eins og hestamenn vita er VÍS Agria dýravernd leiðandi í tryggingum fyrir hesta og gæludýr. Úrval dýratrygginga er mikið og þær eru sérsniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar.VÍS hefur um árabil verið öflugur styrktaraðili Landssambands hestamannafélaga og Landsmóts auk þess hafa þeir staðið þétt við bakið á Meistaradeild VÍS.
 
 Sigurður Ævarsson og Gunnar Sturluson stjórnarmenn í Landssambandi hestamannafélaga.



 Auður B. Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs VÍS ásamt nýráðnum framkvæmdastjóra LM2010 Jónu Fanneyju Friðriksdóttur.




 Stjórnarmenn LH þau Maríanna Gunnarsdóttir, Sigrún Þórðardóttir, Oddur Hafsteinsson, Þorvarður Helgason, Bjarnleifur Bjarnleifsson sem er formaður Landsliðsnefndar og Vilhjálmur Skúlason.

Guðmundur Örn Gunnarsson forstjóri VÍS undirritaði samningin fyrir hönd VÍS og Haraldur Þórarinsson formaður fyrir hönd Landssamband hestamannafélaga.
Við þetta tækifæri lýsti Guðmundur yfir ánægju sinni með samstarfið við hestamenn sem hann hafði mjög góða reynslu af. Haraldur tók í sama streng og þakkaði Guðmundi fyrir mikilvægan stuðning og greindi frá undirbúningi landsliðs Íslands fyrir HM09 sem stendur nú yfir og er samstarf LH og VÍS mikilvægur hlekkur í þeirri keðju. Stuðningur þessi er hestamönnum afar dýrmætur og er VÍS færðar bestu þakkir fyrir framlagið.



 Guðmundur Örn Gunnarsson forstjóri VÍS og Haraldur Þórarinsson formaður Landssambands hestamannafélaga undirrita samninginn.