Ráslisti fyrir N1 slaktaumatöltið

14. febrúar 2018
Fréttir

Næst á dagskrá í Meistaradeild Cintamani er keppni í slaktaumatölti en það er Þórarinn Ragnarsson og Rosi frá Litlu-Brekku sem ríða á vaðið. Margir sterkir hestar eru skráðir til leiks þ.á.m. sigurvegarar fjórgangsins Jakob S. Sigurðsson og Júlía frá Hamarsey en þau urðu einnig íslandsmeistarar í greininni síðasta sumar.  Merkilegt er að öll pörin sem voru í úrslitum í fjórgangnum eru skráð til leiks fyrir utan Aðalheiði og Óskar frá Breiðsstöðum en Aðalheiður mætir með Kinnskæ frá Selfossi í þetta skiptið. Hér fyrir neðan er hægt að sjá ráslistann.

Keppni hefst á slaginu 19:00 en húsið opnar kl. 17:00. Eins og áður verða veitingar í boði en í þetta skiptið verður boðið upp á reykta hunangsskinku með brúnuðum kartöflum, hrásalati og rjómalagaðri sósu. Við hvetjum því alla til að mæta snemma í höllina !

Enn er hægt að tryggja sér ársmiða inn á TIX.IS en nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér ársmiða á deildina og fá í kaupbæti húfu frá Cintamani. Einnig er hægt að kaupa miða á staka viðburði. Eins og áður verður sýnt beint frá mótinu á Stöð 2 Sport og á netinu inn á oz.com/meistaradeild

Ráslistann er að finna á vef  Meistaradeildar Cintamani