Ráslistar Meistaradeildarinnar á morgun

 

Lokamót Meistaradeildar í hestaíþróttum verður á morgun, föstudaginn 10.apríl. Mótið byrjar kl. 18:30 á slaktaumatölti en keppt verður einnig í flugskeiði. Spennandi verður að sjá hver verður Meistari árins 2015. Árni Björn leiðir einstaklingskeppnina fyrir lokamótið með 48 stig en á eftir honum er Ísólfur Líndal með 32 stig og þriðji er Sigurbjörn með 28,5 stig.

Sigurbjörn sigraði slaktaumatöltið í fyrra á Jarli frá Mið-Fossum og ætla þeir félagar að mæta aftur til leiks. Bergur Jónsson var annar í fyrra á Frama frá Ketilsstöðum og eru þeir einnig skráðir sem og Reynir Örn og Greifi en þeir urðu í þriðja sæti í fyrra. Reynir og Greifi eru einnig ríkjandi Íslandsmeistarar í slaktaumatölti og hafa þeir félagar alltaf verið sterkir í þeirri grein. Greifi er þó ekki eini Íslandsmeistarinn sem mætir en John K. Sigurjónsson er skráður á Íslandsmeistaranum í unglingaflokki, Straum frá Sörlatungu og Ólafur Ásgeirsson á Íslandsmeistaranum í ungmennaflokki, Skorra frá Skriðulandi.

Guðmar Þór Pétursson sigraði flugskeiðið í fyrra á Viljari frá Skjólbrekku. Þeir mæta aftur til leiks en þó með smá breytingum. Guðmar verður á öðrum hesti og Viljar með annan knapa. Ísólfur Líndal Þórisson mætir á Viljari og ætlar sér eflaust sigur í skeiðinu. Bjarni Bjarnason og Hera hafa alltaf verið sterk í flugskeiðinu og eru þau skráð en þau voru í öðru sæti í fyrra.

Liðakeppnin er mjög jöfn og getur hún farið hvernig sem er. Top Reiter/Sólning nældu sér í toppsætið á skeiðmótinu þar síðust helgi og er nú með 260 stig. Auðsholtshjáleiga er í öðru sæti með 247,5 stig og þar rétt á eftir er lið Lýsi/Oddhóls/Þjóðólfshaga með 245,5 stig. Hægt er að sjá nánar um stöðuna hér.

Húsið opnar 17:00 en Fákasel býður upp á hlaðborð fyrir mótið eins og venjulega. Við hvetjum alla til að mæta snemma og gæða sér á kræsingunum. 

Ráslisti Slaktaumatölts:

Röð Knapi Hestur
1 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Terna frá Auðsholtshjáleigu
2 Guðmundur Björgvins Nös frá Leirubakka
3 Sigurður Vignir Matthíasson Tyrfingur frá Miðhjáleigu
4 Lena Zielinski Melkorka frá Hárlaugsstöðum 2
5 Guðmar Þór Pétursson Nóta frá Grímsstöðum
6 Hinrik Bragason Stimpill frá Vatni
7 Viðar Ingólfsson Hlekkur frá Bjarnarnesi
8 Helga Una Björnsdóttir Vág frá Höfðabakka
9 Ísólfur Líndal Þórisson Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 1
10 Sigurður Sigurðarson Freyþór frá Ásbrú
11 Reynir Örn Pálmasson Greifi frá Holtsmúli 1
12 Árni Björn Pálsson  Skíma frá Kvistum
13 Hulda Gústafsdóttir Kiljan frá Holtsmúla 1
14 Olil Amble Simbi frá Ketilsstöðum
15 Ólafur Ásgeirsson Skorri frá Skriðulandi
16 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Baldvin frá Stangarholti
17 Jakob S Sigurðsson Gloría frá Skúfslæk
18 Bergur Jónsson Frami frá Ketilsstöðum
19 Ragnar Tómasson Von frá Vindási
20 Eyrún Ýr Pálsdóttir Vordís frá Jaðri
21 Sigurbjörn Bárðarson  Jarl frá Mið-Fossum
22 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Ljúfur frá Torfunesi
23 John Kristinn Sigurjónsson Straumur frá Sörlatungu
24 Daníel Jónsson Ymur frá Reynisvatni

 

Ráslisti Flugskeið:

Röð Knapi Hestur
1 Helga Una Björnsdóttir Besti frá Upphafi
2 Guðmar Þór Pétursson Gutti frá Hvammi
3 Jakob S Sigurðsson Von frá Sturlureykjum 2
4 Edda Rún Ragnarsdóttir Léttir frá Eiríksstöðum
5 Bjarni Bjarnason Hera frá Þóroddsstöðum
6 Davíð Jónsson Irpa frá Borgarnesi
7 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Lilja frá Dalbæ
8 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Ása frá Fremri-Gufudal
9 Guðmundur Björgvins Gjálp frá Ytra-Dalsgerði
10 Þórarinn Ragnarsson Funi frá Hofi
11 Sigurður Vignir Matthíasson Ormur frá Framnesi
12 Elvar Þormarsson Undrun frá Velli II
13 Daníel Jónsson Flugnir frá Ketilsstöðum
14 Gústaf Ásgeir Hinriksson Andri frá Lynghaga
15 Teitur Árnason Jökull frá Efri-Rauðalæk
16 Sigurður Sigurðarson Drift frá Hafsteinsstöðum
17 Ísólfur Líndal Þórisson Viljar frá Skjólbrekku
18 Bergur Jónsson Sædís frá Ketilsstöðum
19 Ragnar Tómasson Isabel frá Forsæti
20 Ólafur Ásgeirsson Tinna Svört frá Glæsibæ
21 Olil Amble Minning frá Ketilsstöðum
22 Hinrik Bragason Gnótt frá Hrygg
23 Árni Björn Pálsson  Fróði frá Laugabóli
24 Sigurbjörn Bárðarson  Flosi frá Keldudal