Ræktunarferð Fáks og Limsfélagsins

Hin árlega hrossaræktunarferð kynbótanefndar Fáks og Limsfélagsins verður farin laugardaginn 3.mars.n.k. Hin árlega hrossaræktunarferð kynbótanefndar Fáks og Limsfélagsins verður farin laugardaginn 3.mars.n.k. Lagt verður af stað frá Reiðhöllinni í Víðidal kl.9:00 og eru allir áhugasamir hrossaræktarunnendur velkomnir.

Dagkráin er eftirfarandi:

  •     Margrétarhof (Krókur) - Reynir Örn Pálmason sýnir okkur búið, kynnir hestakostinn og ræktun.
  •     Dalbær í Flóa (heimsóknartími) - Glaumur frá Geirmundarstöðum tekinn út ef tími og veður leyfir.
  •     Matarhlé
  •     Ölfushöllin Ingólfshvoli - Guðmundur Björgvinsson sýnir okkur kynbótahross sem eru í þjálfun hjá honum.


Það er mikilvægt að skráning berist fyrir 1 .mars svo hægt sé að panta rétta stærð af langferðabíl. Þátttökugjald er 3000 kr per mann.

Skráning :  glymur@visir.is eða í síma:698 8370 (Helgi)

Sjá nánar á www.limur.123.is