Ræktendur ársins á Stóðhestaveislu á Króknum

31. mars 2011
Fréttir
Mynd: Gandálfur frá Selfossi, sonur Gusts frá Hóli og hinnar einu sönnu Álfadísar frá Selfossi.
Stemmingin magnast fyrir Stóðhestaveisluna á Sauðárkróki á föstudagskvöldið. Ræktunarbú ársins mun eiga sína fulltrúa á sýningunni en þeir kappar Gandálfur frá Selfossi, Gusts- og Álfadísarsonur, og Brimnir frá Ketilsstöðum, undan Álfasteini frá Selfossi og Vakningu frá Ketilsstöðum, munu gleðja gesti. Stemmingin magnast fyrir Stóðhestaveisluna á Sauðárkróki á föstudagskvöldið. Ræktunarbú ársins mun eiga sína fulltrúa á sýningunni en þeir kappar Gandálfur frá Selfossi, Gusts- og Álfadísarsonur, og Brimnir frá Ketilsstöðum, undan Álfasteini frá Selfossi og Vakningu frá Ketilsstöðum, munu gleðja gesti. Einnig má nefna Stála frá Ytri-Bægisá, Bjarkar frá Blesastöðum, Álm frá Skjálg, Hnokka frá Dýrfinnustöðum, Magna frá Sauðanesi, Vestra frá Borgarnesi, Ask frá Hjaltastöðum og Þyril frá Djúpadal.
Stóðhestaveislan mun standa undir nafni enda úrvalið mikið og þeir Tenór frá Stóra-Ási, Vafi frá Ysta-Mó, Stjörnustæll frá Dalvík og Ódeseifur frá Möðrufelli leggja sitt til, ásamt Öngli frá Efri-Rauðalæk, Tristan frá Árgerði, Eldjárni frá Ytri-Brennihóli og Þúfuhestunum Hnokka og Hætti. Síðast en ekki síst ber að nefna stjörnuna frá Stóðhestaveislunni á Suðurlandi í fyrra, sjálfan Fláka frá Blesastöðum sem sýndur verður af Þórði Þorgeirssyni. Fláka fylgir systir hans ofurhryssan Alfa frá Blesastöðum, en þau systkinin slógu í gegn á Stóðhestaveislunni fyrir sunnan í fyrra. Forsala er í fljúgandi gangi á stöðvum N1 í Staðarskála, Blönduósi, Sauðárkróki og á Akureyri.