Ráðstefna um afreksþjálfun

17. janúar 2014
Fréttir
Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir íþróttaráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík dagana 20. – 22. janúar. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu V101. Margir áhugaverðir fyrirlesarar munu flytja erindi um afreksþjálfun en ráðstefnustjórar verða þær Hafrún Kristjánsdóttir og Ragnhildur Skúladóttir. Fyrirlestrarnir fara bæði fram á ensku og íslensku.

Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir íþróttaráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík dagana 20. – 22. janúar. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu V101. Margir áhugaverðir fyrirlesarar munu flytja erindi um afreksþjálfun en ráðstefnustjórar verða þær Hafrún Kristjánsdóttir og Ragnhildur Skúladóttir. Fyrirlestrarnir fara bæði fram á ensku og íslensku. 

Hægt er að skrá sig á annan hvorn daginn eða á báða dagana og er þá veittur góður afsláttur af ráðstefnugjaldinu. Á ráðstefnunni verða fluttir margir áhugaverðir fyrirlestrar bæði frá íslenskum og erlendum fyrirlesurum. Nú er um að gera að grípa þetta einstaka tækifæri og skrá sig á ráðstefnuna.

Ráðstefnugjald er 3.500 kr. og er léttur kvöldverður innifalinn í gjaldinu. Gjald fyrir báða daga er 5.000 kr. Skráning fer fram á netfanginu skraning@isi.is.

Gjaldið skal greiða inn á reikning ÍBR 0336 – 26 - 987 kt. 670169-1709. og er litið á greiðslu sem staðfestingu á þátttöku.

Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 17.janúar.

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar í pdf skjali.