Ráðstefna Æskulýðsfulltrúa hestamannafélaga

29. september 2009
Fréttir
Æskulýðsnefnd LH boðar til ráðstefnu um æskulýðsmál (fræðslu og öryggismál) laugardaginn 10. október n.k. kl.10:00 - 18:00 Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Æskulýðsnefnd LH boðar til ráðstefnu um æskulýðsmál (fræðslu og öryggismál) laugardaginn 10. október n.k. kl.10:00 - 18:00 Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hvetjum við öll hestamannafélög til að senda 2 fulltrúa til að taka þátt í henni og er það von okkar að þetta verði góður vettvangur til að skiptast á hugmyndum, skoðunum og setja okkur góð markmið í þessum mikilvæga málaflokki.

Dagskrá:
- Fræðslumál
- Þórdís Gísladóttir/hagrænt gildi íþrótta
- Öryggismál
- Hópavinna

Boðið verður upp á hádeigsverð og kaffi og ráðstefnan/gögn eru að sjálfsögðu ókeypis. Hægt er að panta flug með Flugfélagi Íslands á sérstöku ÍSÍ fargjaldi í gegn um skrifstofu LH. T.d. kostar ÍSÍ far ca 14.800,- fram og til baka frá Akureyri.

Upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar verður send út síðar í tölvupósti og síðan verða upplýsingar um ráðstefnuna á heimasíðu LH: www.lhhestar.is

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu LH og tilkynnið hverjir úr ykkar félagi taka þátt í ráðstefnunni, FYRIR 01. OKTÓBER N.K. Hægt er að tilkynna sig í síma 514 4030 eða á tölvupóstfangið lh@isi.is