Perlur fara úr landi

16. desember 2008
Fréttir
Sífellt bætist í hóp stóðhesta sem seldir eru úr landi. Í frétt á Hestafréttum kemur fram að hinn dökk-móvindótti Víglundur frá Feti sé farinn til Danmerkur. Kaupendur hans eru Gunnar Hafdal og Sigrún Erlingsdóttir í Danmörku.Sífellt bætist í hóp stóðhesta sem seldir eru úr landi. Í frétt á Hestafréttum kemur fram að hinn dökk-móvindótti Víglundur frá Feti sé farinn til Danmerkur. Kaupendur hans eru Gunnar Hafdal og Sigrún Erlingsdóttir í Danmörku.Sífellt bætist í hóp stóðhesta sem seldir eru úr landi. Í frétt á Hestafréttum kemur fram að hinn dökk-móvindótti Víglundur frá Feti sé farinn til Danmerkur. Kaupendur hans eru Gunnar Hafdal og Sigrún Erlingsdóttir í Danmörku.

En þrátt fyrir fagran lit og gæðingskosti hefur Víglundur ekki fengið neina teljandi notkun sem stóðhestur. Aðeins sjö afkvæmi eru skráð undan honum í WorldFeng. Fjögur á Kastalabrekku og þrjú á Feti. Öll fædd 2005. Aðeins eitt þeirra er móvindótt. Úrtakið getur varla talist marktækt um hve sterkur hann er á móvindótta litinn.

Víglundur er vel ættaður, undan Atlasi frá Feti, Orrasyni frá Þúfu, og Voninni frá Feti, Kraflarsdóttur frá Miðsitju. Hann er með 8,21 í aðaleinkunn. 8,00 fyrir sköpulag og 8,34 fyrir kosti, þar af 8,5 fyrir tölt og 9,0 fyrir vilja og geðslag.

Sigursteinn Sumarliðason, sem þjálfaði hestinn og sýndi í kynbótadómi, segir að Víglundur sé sérlega góður hestur og standi vel undir einkunn fyrir vilja og geðslag. Þess má geta að Víglundur hefur einnig náð mjög góðum árangri í B flokki og unglingakeppni. Má með ólíkindum telja að hann skuli ekki hafa vakið meiri áhuga ræktunarfólks.

Á myndinni er Víglundur frá Feti, knapi Sigursteinn Sumarliðason.