Umsóknir um að halda Íslandsmótin 2022

Stjórn LH óskar eftir umsóknum um að halda Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2022 og Íslandsmót barna og unglinga 2022.

Skv. reglugerð um Íslandsmót skal halda Íslandsmót fullorðinna og ungmenna annars vegar og barna og unglinga hins vegar í sitt hvoru lagi og skulu umsóknir berast fyrir 1. október. Keppnisnefnd tekur umsóknir til umfjöllunar og leggur til við stjórn hvar Íslandsmót skuli haldið.

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna skal halda í annarri viku eftir landsmót á landsmótsári en Íslandsmót barna er haldið þegar mótshöldurum og stjórn LH þykir henta best hverju sinni.

Umsóknir berist til skrifstofu LH lh@lhhestar.is eigi síðar en 30. september 2021.