Orri frá Þúfu á STÓÐHESTAVEISLU 2010

29. mars 2010
Fréttir
Hinn eini sanni Orri frá Þúfu verður heiðurshestur Stóðhestaveislunnar í ár! Hann mun sjálfur mæta á svæðið ásamt nokkrum afkomenda sinna. Óhætt er að segja að enginn hestur hafi markað jafn djúp spor í íslenska hrossarækt fram að þessu og er það sannkallaður heiður að fá höfðingjann Orra til veislunnar! Hinn eini sanni Orri frá Þúfu verður heiðurshestur Stóðhestaveislunnar í ár! Hann mun sjálfur mæta á svæðið ásamt nokkrum afkomenda sinna. Óhætt er að segja að enginn hestur hafi markað jafn djúp spor í íslenska hrossarækt fram að þessu og er það sannkallaður heiður að fá höfðingjann Orra til veislunnar! Í tilefni af heiðrun Orra málaði listmálarinn og bóndinn Agnar R. Róbertsson á Jaðri málverkið af Orra sem er tákmynd sýningarinnar í ár. Myndin verður boðin upp á staðnum, en hún er stórglæsileg og ættu aðdáendur Orra að nýta sér tækifærið til að eignast þetta flotta verk sem prýðir hvaða stáss- eða kaffistofu sem er. Orri er á 24. vetri, fyljar enn hryssur af miklum móð og er í glæsilegu standi. Missið ekki af hinum eina sanna Orra frá Þúfu á Stóðhestaveislu 2010 í Rangárhöllinni laugardaginn 3. apríl nk.
Forsala aðgöngumiða fer fram í Ástund í Reykjavík, Baldvin og Þorvaldi á Selfossi og í verslun Fóðurblöndunnar á Hvolsvelli.