Opinn fyrirlestur um íþróttasálfræði

24. september 2015

Hvernig getur þjálfari haft stjórn á leikmönnum sínum og liðum? 

Næstkomandi laugardag mun Háskólinn í Reykjavík í samstarfi við KKÍ og ÍSÍ halda opinn fyrirlestur á sviði Íþróttasálfræði.

Asyim Altay mun fjalla um hvernig leikmenn liða geta haft áhrif á frammistöðu liðsins og hvað er mikilvægt fyrir þjálfara að vita um leikmenn sína og liðsanda. 

Asyim Altay hefur víðtæka reynslu af því að starfa með íþróttamönnum og þjálfurum en hún hefur meðal annars starfað með tyrkneska landsliðinu í knattspyrnu og körfubolta, Fenerbahce og tyrkneska Ólympíusambandinu.  Einnig hefur Altay verið einn aðalfyrirlestara í þjálfaranámi Alþjóða körfuboltasambandsins (FIBA). 

Fyrirlesturinn mun fara fram í Háskólanum í Reykjavík á laugardaginn milli 16 og 17 í stofu V102. 

Allir velkomnir.