Opið þrígangsmót Andvara og Lýsis

14. febrúar 2012
Fréttir
Hið árlega opna þrígangsmót Andvara og Lýsis verður haldið í reiðhöll Andvara, föstudaginn 17. febrúar. Hið árlega opna þrígangsmót Andvara og Lýsis verður haldið í reiðhöll Andvara, föstudaginn 17. febrúar. Að keppni lokinni (kl. 22:00) er keppendum, áhorfendum og öðrum gestum boðið til skemmtunar í félagsheimili Andvara, þar sem hinn magnaði trúbador og rokkari Eyþór Ingi heldur uppi fjörinu.

VEGLEG VERÐLAUN Í BOÐI í öllum flokkum, sérstök verðlaun fyrir glæsilegasta parið.

4 flokkar verða í boði í ár:

    17 ára og yngri
    Minna vanir
    Meira vanir
    Opinn flokkur

Fyrirkomulag verður þannig að tveir til þrír eru inná vellinum í einu og riðið eftir þul; fegurðartölt, brokk og hægt stökk. Skráningargjald: 2500 kr á hest greiðist við skráningu (staðgreitt eða posi).

SKRÁNING Í FÉLAGSHEIMILINU ÞRIÐJUDAG 14. FEB KL. 19-22 og í símum: 825 8205 (Stella), 825 3064 (Ásgerður), 661 2363 (Gulla). Athugið að gefa verður upp Visa/Euro ef skráð er í gegnum síma.

Í félagsheimilinu verða í boði léttar veitingar og barinn opinn. Aðgangur ókeypis !!

Það stefnir í fjölmennt mót og rífandi stemmingu.

Nánari upplýsingar á www.andvari.is