Opið Íþróttamót Hrings (miðnæturmót)

11. júní 2009
Fréttir
Opið Íþróttamót Hrings verður haldið þriðjudaginn 23.júní nk. Keppni hefst kl 17:00 og er áætlað að úrslit verði riðin í miðnætursól á Hringsholtsvelli. Opið Íþróttamót Hrings verður haldið þriðjudaginn 23.júní nk. Keppni hefst kl 17:00 og er áætlað að úrslit verði riðin í miðnætursól á Hringsholtsvelli. Keppt verður í eftirtöldum greinum:

1.flokkur:
Tölt
Fjórgangur
Fimmgangur
Gæðingaskeið.

Unglingar:
Tölt
Fjórgangur

Börn:
Þrígangur ( fet, tölt, brokk)

Skeið:
Keppt verður í 100m og 150m skeiði
Startbásarnir verða á sínum stað og tímatakan rafræn.
Einstakt tækifæri fyrir skeiðknapa að leggja hesta sína í miðnætursólinni á Hringsholtsvelli.

Skráningu skal lokið fyrir  fimmtudaginn 18.júní kl.20:00 hjá Sveini í síma: 861 - 6907 eða á tölvupóst sveinn@svardal.net
Gefa skal upp IS-númer hests og kennitölu knapa.
Skráningargjald fullorðinna er kr. 2000 á fyrstu grein en kr.1500 á næstu greinar.
Skráningargjald barna og unglinga er kr. 1000 á hverja grein.
Ath. Mótshaldari áskilur sér rétt til að fella niður grein þar sem þátttaka er undir lágmarki.

Mótanefnd Hrings