Opið fyrir umsóknir á FEIF Youth Cup

28. febrúar 2018
Fréttir

FEIF Youth Cup 2018 verður haldinn í Axevalla Travbana í Svíþjóð 28. júlí – 4. Ágúst og er fyrir unglinga sem verða 14-17 ára 2018. Youth Cup er alþjóðleg keppni þar sem keppt er í T7, T3, T6, PP2, P2, V2, F2, V5, FR1, TR1, CR1, TiH Level 1, FS3, Team test. Hér fyrir neðan eru upplýsingar og umsóknareyðublað fyrir þá sem vilja sækja um.

Ísland fær að senda 8 fulltrúa á mótið og mun æskulýðsnefnd LH fara yfir allar umsóknir sem berast skrifstofunni. Umsóknarfresturinn rennur út 1. mars 2018.

Fylltu út umsóknareyðublaðið og ýta á senda :) Ath að allt sem er stjörnumerkt þarf að fylla út og setja mynd í viðhengi.

Það fylgir þessu skemmtilega ævintýri óneitanlega töluverður kostnaður en krakkarnir sem farið hafa út fyrir Íslands hönd á FEIF Youth Cup síðustu árin, hafa verið gríðarlega dugleg að sækja um styrki til ýmissa aðila, t.d. fyrirtækja, hestamannafélaganna sinna og fleiri velviljaðra aðila. Þannig er hægt að safna upp í ferðina eins og flest börn í íþróttum þurfa að gera, á ýmsan máta með dugnaði, metnaði og hugmyndaflugi!

Alls má gera ráð fyrir kostnaði pr. þátttakanda um kr. 160.000 -170.000.-

Þessi upphæð er  fyrir utan kostnað við hesta, t.d. ef leigja þarf hesta fyrir þátttakendur.

Ef ykkur vantar nánari upplýsingar endilega sendið póst á lh@lhhestar.is