OPIÐ - Félagsmót Freyfaxa 2009

03.07.2009
Hið stórskemmtilega félagsmót Freyfaxa 2009 verður haldið dagana 10. og 11. júlí næstkomandi. Mótið verður með léttu sniði þetta árið og miðast að því að þáttakendur og áhorfendur verði sem allra flestir. Hið stórskemmtilega félagsmót Freyfaxa 2009 verður haldið dagana 10. og 11. júlí næstkomandi. Mótið verður með léttu sniði þetta árið og miðast að því að þáttakendur og áhorfendur verði sem allra flestir.

Ókeypis verður að venju á tjaldsvæði félagsins í Stekkhólma. Mótið hefst á föstudagskvöldið 10. júlí kl. 19:00. Félagsreiðtúr verður riðin frá Félagshúsinu í Stekkhólma kl. 13:00 á laugardag.
Úrslit í öllum greinum félagsmóts hefjast kl. 16:00 á laugardag, en úrslitin hefjast á sýningu keppenda í Polla- og pæjuflokk, en þar fá allir verðlaunapening.

Skráning fer fram á föstudag í félagshúsi Freyfaxa milli kl. 17:00 og 18:45. Takið með yður skráningarnúmer hests. Skráningargjöld eru kr. 1.500 á hverja skráningu og greiðast á staðnum. Þáttökurétt hafa félagar í öllum hestamannafélögum. Félagsbikarar verða þó ekki afhentir hestum úr öðru félagi en Freyfaxa.

Keppnisfyrirkomulag í gæðingakeppni og tölti verður þannig að tveir ríða inn á í einu, eftir fyrirmælum þuls.
Sýningaratriði í B-flokki, unglingaflokki og ungmennaflokki: Hægt tölt, brokk, greitt tölt. Sýningaratriði í A-flokki, brokk, tölt, skeið.

Sérstakt fyrirkomulag verður í 100m skeiðkeppni, 5.000 kr. skráningargjald á hest fer í pott sem greiddur verður út til sigurvegara í lok keppni.

Að venju verður hestur mótsins kosin af áhorfendum.