Önnum kafin Landsliðsnefnd LH

01. mars 2011
Fréttir
Bjarnleifur Bjarnleifsson formaður Landsliðsnefndar LH og Þórir Örn Grétarsson nefndarmaður.
Undirbúningur Landsliðsnefndar LH fyrir HM2011 er nú hafinn að fullu. Landsliðsnefnd LH var skipuð í janúar af stjórn LH. Í nefndinni sitja: Undirbúningur Landsliðsnefndar LH fyrir HM2011 er nú hafinn að fullu. Landsliðsnefnd LH var skipuð í janúar af stjórn LH. Í nefndinni sitja: Bjarnleifur Bjarnleifsson formaður, Sigurður Sæmundsson, Sigurbjörn Bárðarson, Oddur Hafsteinsson, Þórir Örn Grétarsson og Eysteinn Leifsson.

Mörg verkefni eru framundan og að mörgu er að hyggja. Til að mynda eru Ístöltin „Svellkaldar konur“  12.mars og „Þeir allra sterkustu“ 2.apríl bæði haldin til styrktar íslenska landsliðinu í hestaíþróttum.

Heimsmeistaramót íslenska hestsins í hestaíþróttum verður haldið 1.-7.ágúst í Austurríki á búgarðinum St.Radegund. Þar er rekin hestamiðstöð allan ársins hring og er hann í eigu Karls Pibers. Búgarðurinn er staðsettur rétt við landamæri Þýskalands, í hálftíma fjarlægð frá Salzburg, Austurríki, og í ca. 1 og ½ tíma fjarlægð frá Munchen, Þýskalandi.

Fulltrúar Landsliðsnefndar, Bjarnleifur og Þórir Örn, flugu til Austurríkis og kynntu sér mótssvæðið sem þeir segja vera sérlega glæsilegt í mjög fallegu umhverfi. Keppnissvæðið lítur mjög vel út og vellirnir sérstaklega góðir. Árið 2010 var þar haldið Austuríska meistarmótið sem gekk mjög vel fyrir sig enda er Karl Piber þekktur fyrir mjög gott skipulag og utanumhald.

Gaman er að segja frá því að Karl Piber lýsti yfir áhuga sínum á því að koma til Íslands og vera viðstaddur Ístölt „Þeir allra sterkustu“ þann 2.apríl nk.

Á næstu dögum mun landsliðsnefndin kynna til leiks liðstjóra íslenska landsliðsins, lykil landsliðsnefndar og mótsstað fyrir úrtöku.