Öll íþróttamannvirki lokuð í samkomubanni

Landssamband hestamannafélaga vill að gefnu tilefni benda hestamannafélögum á hertar reglur heilbrigðisráðherra um samkomubann. Þar er mælst til að öll íþróttamannvirki séu lokuð, það á við um reiðhallir eins og aðrar íþróttahallir. Sækja verður um leyfi fyrir undanþágu frá þessu banni ef félög sjá sér ekki fært að loka sínum reiðhöllum.

Sjá nánar um gildandi samkomubann á vef stjórnarráðsins: https://www.stjornarradid.is/rikisstjorn/covid-19/covid19-frett/2020/03/22/Hertar-takmarkanir-a-samkomum-morkin-sett-vid-20-manns/