Oliver frá Kvistum í rosadóm

Oliver frá Kvistum. Knapi á myndinni er Þórður Þorgeirsson.
Oliver frá Kvistum. Knapi á myndinni er Þórður Þorgeirsson.
Óliver frá Kvistum fór í rosadóm á kynbótasýningu á Vesturlandi í morgun. Hann fékk 8,93 fyrir hæfileika og 8,67 í aðaleinkunn. Knapi var Hinrik Bragason. Óliver frá Kvistum fór í rosadóm á kynbótasýningu á Vesturlandi í morgun. Hann fékk 8,93 fyrir hæfileika og 8,67 í aðaleinkunn. Knapi var Hinrik Bragason.

Óliver var sýndur á Gaddstaðaflötum í síðustu viku og fékk þá mun lakari dóm, eða 8,30 í aðaleinkunn. Sýnandi þá var Þórður Þorgeirsson. Það hefur hingað til ekki þótt heiglum hent að feta í spor Þórðar þegar kynbótahross eru annars vegar. Verður þetta því að teljast rós í hnappagatið hjá Hinrik.

Óliver er nú kominn með glæsilegar einkunnir fyrir gangtegundir: 9,0 fyrir tölt, skeið og stökk, og 8,0 fyrir brokk og fet. Vilji er upp á 9,0 og fegurð í reið 9,5. Í Aroni sameinast örviljugir og fasmiklir stóðhestar: Otur frá Sauðárkróki, Gáski frá Hofstöðum og Óður frá Brún. Hann hefur að auki líkamsfegurðina frá föður sínum, Aroni frá Strandarhöfði. Í lokin má geta þess að Oliver er sammæðra stóðhestinum Ómi frá Kvistum, sem var efstur í 5 vetra flokki á LM2008.

IS2004181963 Oliver frá Kvistum
Litur: 2200 Brúnn/mó- einlitt
Ræktandi: Kristjón L Kristjánsson
Eigandi: Kvistir ehf.
F: IS1998184713 Aron frá Strandarhöfði
Ff: IS1989165520 Óður frá Brún
Fm: IS1992287057 Yrsa frá Skjálg
M: IS1997287042 Orka frá Hvammi
Mf: IS1982151001 Otur frá Sauðárkróki
Mm: IS1985287026 Löpp frá Hvammi
Mál: 142 - 129 - 135 - 63 - 139 - 37 - 45 - 42 - 6,5 - 29,0 - 18,0
Hófamál: Vfr: 9,0 - Va: 8,1
Sköpulag: 9,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 7,0 - 8,0 - 8,5 = 8,28
Hæfileikar: 9,0 - 8,0 - 9,0 - 9,0 - 9,0 - 9,5 - 8,0 = 8,93
Aðaleinkunn: 8,67
Hægt tölt: 8,5      Hægt stökk: 8,5    
Sýnandi: Hinrik Bragason