Ólafur Magnússon knapi ársins hjá Neista

24. nóvember 2009
Fréttir
Uppskeruhátíð bænda og hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu var haldin 21.nóv. síðastliðinn og tókst í alla staði mjög vel. Borðin svignuðu undan verðlaunum fyrir hesta, kýr og kindur. Uppskeruhátíð bænda og hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu var haldin 21.nóv. síðastliðinn og tókst í alla staði mjög vel. Borðin svignuðu undan verðlaunum fyrir hesta, kýr og kindur. Dýrindismatur var á borðum frá Pottinum og Pönnunni á Blönduósi, veislustjórn var í höndum Gríms Atlasonar sveitastjóra í Dalabyggð, Óskar Pétursson Álftagerðisbróðir ásamt undirleikara tóku létta og skemmtilega syrpu, síðan var stiginn dans fram undir morgun að hætti Danssveitar Friðjóns Jóhannssonar.
 
Knapi ársins 2009 hjá Hestamannafélaginu Neista er Ólafur Magnússon.                                                   
Hann gerði það afar gott á keppnisvellinum í ár þar sem hann vann m.a. tölt í KS-deildinni á Gáska frá Sveinsstöðum og B-flokk á Gæðingamóti Neista. Hann var einnig valinn knapi Félagsmóts Neista og Gáski glæsilegasti hesturinn enda afar flott par þar á ferð.  Á Fjórðungsmóti á Kaldármelum varð hann í 5. sæti í B-flokki á Gáska með 8,61


Viðurkenningar kynbótahrossa:

Hryssur

4 vetra
Smáralind frá Skagaströnd
F: Smári frá Skagaströnd  M: Sól frá Litla Kambi
B; 8,00  H; 8,06 A 8,04
Ræktandi og eigandi Sveinn Ingi Grímsson
Sýnandi: Erlingur Erlingsson

5 vetra
Gangskör frá Geitaskarði
F: Gustur frá Hóli M: Bylgja frá Svignaskarði
B: 8,09 H: 8.08 A: 8.09
Ræktendur og eigendur Sigurður Ágústsson og Sigurður Levy
Sýnandi: Daníel Jónsson

6 vetra
Sif frá Brekku
F: Kveikur frá Miðsitju M: Laufa frá Brekku
B: 7.90 H: 8,30 A: 8,14
Ræktandi og eigandi Haukur Magnússon
Sýnandi: Jakob Sigurðsson

7  vetra og eldri
Lotning frá Þúfu
F: Hróður frá Refsstöðum M: Rósamunda frá Kleifum
B: 8,14 H: 8,03 A: 8,08
Ræktandi Gísli Gíslason. Eigendur Ragnar Stefánson og Sandra Marin.
Sýnandi Mette Mannseth.