Oddur í fjórganginn

11. júní 2009
Fréttir
Oddur frá Hvolsvelli, knapi Snorri Dal.
Ekki er ennþá vitað fyrir víst hverjir munu verða aðal keppendur í fjórgangi á HM úrtökunnni í Fáki. Íslands- og Reykjavíkur meistarinn Snorri Dal ætlar að mæta með Odd frá Hvolsvelli en ekki hefur enn fengið staðfest hvort Sigurður Sigurðarson kemur með hinn þrefalda Íslandsmeistara Suðra frá Holtsmúla. Ekki er ennþá vitað fyrir víst hverjir munu verða aðal keppendur í fjórgangi á HM úrtökunnni í Fáki. Íslands- og Reykjavíkur meistarinn Snorri Dal ætlar að mæta með Odd frá Hvolsvelli en ekki hefur enn fengið staðfest hvort Sigurður Sigurðarson kemur með hinn þrefalda Íslandsmeistara Suðra frá Holtsmúla.

Oddur kom eins og þruma úr heiðskýru lofti inn í hestaíþróttakeppnina á Íslandsmótinu í Fáki í fyrra. Hann er afar sterkur fjórgangshestur og skartar fegurð og fasi. Annar stórglæsilegur hestur gæti einnig gert góða hluti, en það er Kjuði frá Kirkjuferjuhjáleigu, knapi Hulda Gústafsdóttir. Ekki er lhhestum kunnugt um fleiri fjórgangara að svo stöddu.