Nýr starfsmaður á skrifstofu LH

Aníta Margrét Aradóttir hefur verið ráðin starfsmaður á skrifstofu LH í tímabundið starf. Aníta mun sinna verkefnum á skrifstofu sem varða vefumsjón og skráningu á sögulegum gögnum sambandsins. Einnig mun hún verða nefndum LH innan handa og aðstoða við fjölbreytt verkefni og viðburði sambandsins.

Við bjóðum Anítu velkomna til starfa.