Nýr SportFengur opnaður 18. september

Lengi hefur verið unnið að útgáfu nýs SportFengs sem tekur yfir Kappa líka. Nú sér loks fyrir endann á þessu. Yfirfærslan yfir í nýja útgáfu krefst þess að kerfið verði alveg lokað í eina viku. Frá og með 11. september næstkomandi verður því ekki hægt að nota Kappa og ekki GagnaKappa og SportFengur verður lokaður. Þann 18. september verður svo hin nýja útgáfa SportFengs opnuð. Þann 11. september verður þannig allri notkun á Kappa og Gagnakappa hætt.

Sjálfsagt er fyrir notendur að skoða kerfið í haust og ekkert hindrar mótshald í haust ef óskað er. Þá er velkomið að hafa samband við Tölvunefnd LH. Leiðbeiningar- og fræðslaefni um nýju útgáfuna eru hins vegar ekki tilbúin en verða það vonandi tímanlega fyrir mótahald næsta keppnisárs.

Mótshaldarar þurfa að huga að því að netsamband sé á mótsstað. Oft er það einfaldast með 3G/4G beinum. Leita má ráðlegginga m.a. hjá Tölvunefnd.

Tölvunefnd LH