Nýr landsliðsþjálfari U-21 landsliðs LH

18. desember 2019
Fréttir
Hekla Katharína Kristinsdóttir og Kristinn Skúlason formaður landsliðsnefndar undirrita samning U-21 landsliðsþjálfara

Hekla Katharína Kristinsdóttir hefur verið ráðin landsliðsþjálfari U21-landsliðshóps LH frá 1. janúar 2020.

Hekla útskrifaðist sem reiðkennari frá Háskólanum á Hólum árið 2012 og starfar við þjálfun og reiðkennslu á Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra. Hekla hefur átt farsælan keppnisferil frá barnsaldri og er virkur dómari hjá GDLH.

Arnar Bjarki Sigurðsson fráfarandi U-21 landsliðsþjálfari tekur við starfi aðstoðarþjálfara A-landsliðs frá áramótum.

LH býður Heklu velkomna til starfa og Arnar Bjarka velkominn til áframhaldandi starfa við landsliðsteymi LH.