Nýr knapi í Meistaradeild VÍS

Þær breytingar urðu nú um helgina á liði Top Reiter að Páll Bragi Hólmarsson hefur hætt keppni í Meistaradeild VÍS. Í stað hans kemur inn varaknapi liðsins Guðmundur Björgvinsson. Guðmundur er flestum hestamönnum vel kunnugur en hann hefur tekið þátt í keppni og kynbótasýningum í mörg ár. Þær breytingar urðu nú um helgina á liði Top Reiter að Páll Bragi Hólmarsson hefur hætt keppni í Meistaradeild VÍS. Í stað hans kemur inn varaknapi liðsins Guðmundur Björgvinsson. Guðmundur er flestum hestamönnum vel kunnugur en hann hefur tekið þátt í keppni og kynbótasýningum í mörg ár.

Guðmundur varð Íslandsmeistari 2008 í fimmgangi opnum flokki og var hann jafnframt í A-úrslitum í bæði A- og B-flokki á s.l. Landsmóti.

Stjórn Meistaradeildar VÍS vill nota tækifærið og bjóða Guðmund velkominn til keppni og jafnframt þakka Páli Braga fyrir þátttöku hans í deildinni. Sjá frétt á www.meistaradeildvis.is