Nýjungar í Kortasjá LH

Reiðleiðum í Kortasjá LH fjölgar á hverju ári. Nú eru komnar inn breytingar og viðbætur á reiðleiðum í Skagafirði. Einnig voru nýlega settar inn breytingar og viðbætur á reiðleiðum og áningum að Fjallabaki austanvert að Landmannahelli og í næstu uppfærslu verða reiðleiðir vestan og sunnan við Landmannahelli yfirfarnar.

Í Kortasjá er kominn nýr möguleiki til þess að skoða ferla úr GPS tækjum. Það er gert með því að vista skrá úr GPS tæki sem GPX skrá, opna www.map.is/lh og draga með músinni GPX skrá yfir á skjámyndina þá birtist GPX-ferill sem rauð lína ofan á loftmyndinni.