Nú styttist í landsmót!

Kátt yfir við afhendingu.  F.v. Sigurður Ævarsson, mótstjóri LM, Ingvar P. Guðbjörnsson, formaður Ra…
Kátt yfir við afhendingu. F.v. Sigurður Ævarsson, mótstjóri LM, Ingvar P. Guðbjörnsson, formaður Rangárbakka ehf., Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Landsmóts ehf. og Kristinn Guðnason, formaður Rangárhallarinnar.
Það styttist óðum í Landsmót og undanfarið hafa rekstraraðilar Gaddstaðaflata, þ.e. Rangárbakkar ehf. og Rangárhallarinnar langt nótt við nýtan dag við að ljúka framkvæmdum. Í gær tók Landsmót formlega við svæðinu og var kátt yfir fólki þegar afhendingin fór fram á Gaddstaðaflötum í blíðskaparveðri. Það styttist óðum í Landsmót og undanfarið hafa rekstraraðilar Gaddstaðaflata, þ.e. Rangárbakkar ehf. og Rangárhallarinnar langt nótt við nýtan dag við að ljúka framkvæmdum. Í gær tók Landsmót formlega við svæðinu og var kátt yfir fólki þegar afhendingin fór fram á Gaddstaðaflötum í blíðskaparveðri.

Það styttist óðum í Landsmót og undanfarið hafa rekstraraðilar Gaddstaðaflata, þ.e. Rangárbakkar ehf. og Rangárhallarinnar langt nótt við nýtan dag við að ljúka framkvæmdum.  Í gær tók Landsmót formlega við svæðinu og var kátt yfir fólki þegar afhendingin fór fram á Gaddstaðaflötum  í blíðskaparveðri.  Að sögn þeirra Jónu Fanneyjar Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra Landsmóts ehf. og Sigurðar Ævarssonar, mótstjóra hefur samstarfið verið afar gott í undirbúningnum og segir hún leigsalana skila af sér svæði og reiðhöll með sóma og eins og um var samið.  ,,Við byrjuðum strax í gær að slá upp 1.200 fm veitinga- og skemmtitjaldi í blíðskaparveðri með vöskum hópi sveina úr Flugbjörgunarsveitinni á Hellu” segir Jóna Fanney.  Í tjaldinu verður úrval veitinga og tjúttað fram til kl. 01:00 á kvöldin, Hjálmarnir verða m.a. með dansleik í tjaldinu á laugardagskvöldið.  “Það er mikið umleikis og margt að gera en allt á áætlun.  Þetta verður frábært mót í alla staði” segja þau Jóna Fanney og Siggi Ævars og eru þar með rokin af stað í frekari undirbúning.