Notum endurskinsmerki!

20. september 2010
Fréttir
Nú eru stóð-og fjárréttir í algleymingi víðsvegar um landið. Fyrstu réttir hófust í byrjun september og þeim síðustu lýkur í byrjun október. Nú eru stóð-og fjárréttir í algleymingi víðsvegar um landið. Fyrstu réttir hófust í byrjun september og þeim síðustu lýkur í byrjun október. Landssamband hestamannafélaga vill hvetja hestamenn og aðra gangnamenn að fara varlega og nota endurskinsmerki.  Sérstaklega nú þegar dagsbirtan fer minnkandi og rekstrar dragast fram í myrkur. Með því að nota endurskinsmerki má koma í veg fyrir stórslys á mönnum og skepnum. Förum varlega.