Notkun skáreimar í keppni óheimil

07. mars 2023
Fréttir

Vakin er athygli á því að á Landsþingi 2022 var felld úr gildi íslensk sérregla þar sem skáreim með notkun stangaméla var leyfð í gæðingakeppni og íþróttamótum.

Jafnframt var samþykkt að fylgja alfarið reglum FEIF og íslenskri reglugerð um velferð hrossa 910/2014, hvað leyfilegan beislisbúnað varðar.