Norðurlandamótið verður í Svíþjóð 2020

Norðurlandamót íslenska hestsins verður haldið í Norrköping í Svíþjóð vikuna 27. júlí til 2. ágúst 2020.

Til stóð að halda mótið í Finnlandi en Finnar báðust undan því þar sem uppbygging á fyrirætluðu mótssvæði er skammt á veg komin.

Svíar hlupu í skarðið og varð niðurstaðan að halda mótið í Himmelstalund í Norrköping.