Norðurlandamót að hefjast - Sunnudagur 05.08

05. ágúst 2018
Fréttir
Íslenska Landsliðið á fundi í dag

Í dag fóru fram fyrstu æfingar með þjálfurum og liðstjóra íslenska landsliðsins. Æfingarnar gengu vel og góð stemning er í liðinu, vallaraðstæður og hesthús með besta móti og tóku staðarhaldarar vel á móti okkur. Eftir æfingar var svo haldinn fundur með knöpum þar sem gefnir voru punktar frá æfingum og farið yfir smáatriði til að fínpússa fyrir keppnina. Fundurinn var í knapatjaldinu góða þar sem Anna Björg og Drífa Dan voru búnar að finna til hressingu fyrir liðið. Liðið er sennilega það fjölmennasta sem sent hefur verið á stórmót erlendis hingað til en þrjátíu knapar eru skráðir til leiks frá Íslandi. Í fyrramálið er annar æfingartími á hringvellinum og seinnipartinn þurfa öll hross að mæta í dýralæknaskoðunina " Fit to compete".

 

Liðstjóri, þjálfarar og formaður landsliðsnefndar fara yfir málin 

Knapatjaldið góða :)