Norðurlandamót 2022 haldið í Álandseyjum

Lið Íslands á Norðurlandamóti 2018
Lið Íslands á Norðurlandamóti 2018

Norðurlandamótið 2022 verður haldið í Mariehamn á Álandseyjum, dagana 9. til 14. ágúst. Það eru Finnar sem halda mótið í samstarfi við hestamannafélagið Álenskur í Álandseyjum. 

Svæðið var byggt upp árið 2020 fyrir keppni á íslenskum hestum og uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru til alþjóðlegra viðburða af þessu tagi og er einkar vel staðsett. 

Fréttatilkynning frá SIHY, finnska Íslandshestasambandinu.

Kynning um keppnissvæðið.