Norðlenska hestaveislan - Björg í Hörgárdal

16. apríl 2015
Fréttir

 

Helgin 17-19 apríl verður hlaðin hestatengdum viðburðum á Akureyri og í nærsveitum. 
Á föstudagskvöldinu verður stórsýningin Fákar og fjör kl. 20:00
Á laugardeginum verða ræktunarbú heimsótt (kl. 10:30) léttur kvöldverður (2000 kr.) og að lokum hin magnaða Stóðhestaveisla kl. 20:00

Verð:
Fákar og fjör - 3000 kr.
Stóðhestaveislan - 3900 kr.
Báðar sýningarnar - 5000 kr.
Ræktunarbúaferð - 2000 kr.
Miðasala hefst í dag þriðjudag í Fákasporti og Líflandi, Akureyri. 

Rútan í ræktunarbúheimsóknirnar fer frá Léttishöllinni. kl. 10:30 og kostar hvert sæti 2000 kr. skráning er á lettir@lettir.is

Hrossaræktarbúið Björg er í Hörgárdal um 10 km. frá Akureyri.  Þar búa c.a. 70 hross á öllum aldri í góðu yfirlæti.  Á Björgum er aðalega stunduð hrossarækt en lítið sauðfjárbú er einnig í fullum blóma á jörðinni.  Ábúendur á jörðinni eru Björg 1 – Viðar og Ólafía og Björg 2 – Sigmar og Anna.  Viðar og Ólafía eru aðal hrossaræktendurnir á jörðinni en Sigmar er í fullri vinnu á Akureyri og stundar hestamennskuna í frítímum.  Á Björgum er mjög góð aðstaða, hesthús sem hýsir 50 hross auk reiðhallar sem er um 1000 fm. og byggist starfsemin á tamningu og þjálfun eigin hrossa en einnig hefur Viðar verið að taka örfá hross að sér í tamningu.  Viðar og Ólafía eru að fá 4 – 6 folöld á ári og er markmiðið að rækta geðgóða einstaklinga með góðar gangtegundir og helst “keppnis”.  Heimasætan á Björgum 1 er Fanndís Viðarsdóttir og hefur hún tekið hestamennskuna alla leið og er nú á sínu fyrsta ári í Hólaskóla. Heimasíða búsins er www.bjorg1.is og þar er reynt að setja það helsta inn reglulega.

Björg

The horse breeding farm Björg is in Hörgárdalur 10 km. from Akureyri. There lives happily about 70 horses in all ages. Björg is mainly a horse breeding farm but they are also breeding few sheeps. The people in Björg are: Björg 1 – Viðar og Ólafía and Björg 2 – Sigmar and Anna. Viðar and Ólafía are the main breeder at the farm and Sigmar works in Akureyri and the horses are his hobby. There is a very good facilities at Björgs farm, a stable for 50 horses and ridinghall about 1000 square. Viðar and Ólafía are training their own horses and they have also few horses in training from others. They are having 4 – 6 foals per year and the goal is to breed good spirited horses with great gaits and hopefully competition topic. The daughter in Björg 1 is Fanndís Viðarsdóttir and she is now in Holar university on her first year. Björg 1 has a home page: bjorg1.is