Nokkrar ferðir eftir

Mikið eftirspurn hefur verið eftir ferðum með Úrval Útsýn á heimsmeistaramótið í Hollandi síðustu daga og er sætum farið að fækka verulega. Eitthvað af sætum er laust í helgarferðina 10.-13. ágúst og í vikuferð II 7.-14. ágúst. 

Landsliðsnefnd LH er í góðu samstarfi við Úrval Útsýn og er samstarfið gríðarlega mikilvægt fyrir landsliðið okkar, því af hverri seldri ferð fær landsliðið ákveðinn hluta. 

Það er auðvitað mikilvægt fyrir keppendur okkar að fá góðan stuðning úr stúkunni í Hollandi og hefur Úrval Útsýn tekið frá miða í "Íslendingastúkunni". Þannig að áhorfendur hafa mikilvægu hlutverki að gegna og þess vegna viljum við fá sem flesta út til Oirschot í Hollandi. 

Núna er landsliðið að mótast, 9 knapar eru klárir í liðið og svo á liðsstjórinn Páll Bragi Hólmarsson eftir að velja nokkra knapa inn. Málin munu skýrast eftir Íslandsmót fullorðínna  á Hellu. 

ATH: bókunarmöguleikinn á vefnum mun loka mánudaginn 26. júní. Eftir það er hægt að bóka með því að hafa samband við Luka Kostic í gegnum luka@uu.is eða í síma 585 4027. 

Skoðið ferðirnar nánar með því að smella hér.