NM2014 og HM2015: Nýr formaður

21. janúar 2013
Fréttir
Fyrrum formaður undirbúningsnefndar NM2014 og HM2015 Ole Søgaard tilkynnti í gær danska Íslandshestasambandinu (DI), samnorrænu undirbúningsnefndinni og FEIF að vegna ágreinings um formið á samvinnu landanna sem standa að nefndinni, vildi hann segja sig frá formennsku í henni.

Ole Søgaard fyrrum formaður undirbúningsnefndar NM2014 og HM2015 tilkynnti í gær danska Íslandshestasambandinu (DI),  samnorrænu undirbúningsnefndinni og FEIF að vegna ágreinings um formið á samvinnu landanna sem standa að nefndinni, vildi hann segja sig frá formennsku í henni.

Danska sambandið og samnorræna undirbúningsnefndin hafa þegar samþykkt og tekið mið af þessari ákvörðun hans.

Á fundi í samnorrænu undirbúningsnefndinni í gær, sunnudaginn 21. janúar í Kaupmannahöfn, tóku fulltrúar landanna þá samhljóða ákvörðun að skipa Bo Hansen, sem er núverandi formaður íþróttanefndar danska sambandsins, myndi taka við starfi formanns í stað Ole Søgaard.

Það var jafnframt ákveðið að setja í gang nánara samstarf danska sambandsins við nefndina og að fulltrúi úr samnorræna samstarfinu , Susie Mielby, muni starfa náið með Bo Hansen og vera tengiliður milli undirbúningsnefndarinnar og samnorrænu undirbúningsnefndarinnar.

Viðræðum við stjórnvöld og samstarfsaðila í Danmörku verður stýrt af Bo Hansen, Susie Mielby og Torben Haugaard.

Torben Haugaard
Formaður DI