NM2014 í Herning – umsóknarfrestur til 1. júní

28. maí 2014
Fréttir

Liðsstjóri íslenska landsliðsins sem heldur á NM í Herning í sumar, hann Páll Bragi Hólmarsson, er í óðaönn að taka við umsóknum áhugasamra um þátttöku. Umsóknarfrestur þeirra er hug hafa á að taka þátt er 1. júní.

Keppt er að venju í tveimur aldursflokkum  og munu 8 unglingar og ungmenni á aldrinum 15-21 árs verða valin í liðið og 10 fullorðnir, 22 ára og eldri.

Það er frábært veganesti fyrir alla knapa, unga og eldri, að taka þátt í alþjóðlegu móti á við Norðurlandamót. Liðið er samheldið og vinnur sem ein stór heild á mótsstað. Stemningin í Herning verður án efa góð en HM2015 verður einmitt haldið á sama stað.

Liðsstjórinn hvetur áhugasama til að senda sér línu á lidsstjori@lhhestar.is eða hringja í síma 89 777 88 og kynna sér málið nánar.

Landsliðsnefnd LH