NM2008 Mikið pepp í danska liðinu

Danir leggja mikið upp úr góðum félagsanda. Þeir fengu því til liðs við sig hátt metinn andlegan „peppara\" (Mental coahc), Rasmus Bagger að nafni, sem meðal annars hefur þjálfað danska íþróttamenn í andlegri hressingu fyrir Ólympíuleika.Danir leggja mikið upp úr góðum félagsanda. Þeir fengu því til liðs við sig hátt metinn andlegan „peppara\" (Mental coahc), Rasmus Bagger að nafni, sem meðal annars hefur þjálfað danska íþróttamenn í andlegri hressingu fyrir Ólympíuleika.

Danir leggja mikið upp úr góðum félagsanda. Þeir fengu því til liðs við sig hátt metinn andlegan „peppara\" (Mental coahc), Rasmus Bagger að nafni, sem meðal annars hefur þjálfað danska íþróttamenn í andlegri hressingu fyrir Ólympíuleika.

Dönsku áhorfendurnir taka mjög skemmtilega á móti sínum mönnum þegar þeir ríða inn á völlinn. Nafn keppandans er stafað með tilheyrandi fjöldahrópum inn á milli. Að lokum kalla allir nafnið hástöfum. Þetta hefur óneitanlega góð áhrif, bæði á dönsku keppendurna, sem og aðra viðstadda. Sennilega skemmir þetta ekki fyrir hjá dómurum. Þeir eru víst bara mannlegir og hrífast af skemmtilegum hlutum eins og aðrir.

Ekki hafa þó borist neinar kvartanir frá öðrum þjóðum um óeðlilega gott gengi dönsku keppendanna.

Mynd: Laura Midtgård, Danmörku, á Herkules fra Pegasus.

LH-Hestar/Jens Einarsson