NM2008 Jóhann leiðir í tölti fullorðinna

07. ágúst 2008
Fréttir
Jóhann Skúlason á Kiljan frá Blesastöðum 1A er efstur í tölti fullorðinna á NM2008 eftir forkeppni. Hann keppir fyrir Ísland. Jóhann reið prógrammið fagmennlega eins og hans er háttur. Hann reið nú við hringamél í stað stangaméla í fjórganginum. Hæga töltið var ekki eins bragðmikið og í fjórganginum en eigi að síður mjög gott. Jóhann Skúlason á Kiljan frá Blesastöðum 1A er efstur í tölti fullorðinna á NM2008 eftir forkeppni. Hann keppir fyrir Ísland. Jóhann reið prógrammið fagmennlega eins og hans er háttur. Hann reið nú við hringamél í stað stangaméla í fjórganginum. Hæga töltið var ekki eins bragðmikið og í fjórganginum en eigi að síður mjög gott.

Jóhann Skúlason á Kiljan frá Blesastöðum 1A er efstur í tölti fullorðinna á NM2008 eftir forkeppni. Hann keppir fyrir Ísland.

Jóhann reið prógrammið fagmennlega eins og hans er háttur. Hann reið nú við hringamél í stað stangaméla í fjórganginum. Hæga töltið var ekki eins bragðmikið og í fjórganginum en eigi að síður mjög gott.

Hesturinn steig ekki feilspor, mjúkur og dillandi. Aðaleinkunn 7,80, sem margir á pöllunum fannst við nögl skorið. Kiljan er undan Töfra frá Kjartansstöðum og Þöll frá Vorsabæ, Hrafnsdóttur frá Holtsmúla.

Annar inn í A úrslit er núverandi Norðurlandameistari í tölti, Hjalti Guðmundsson á Reyni frá Hólshúsum með 7,77. Hann keppir fyrir Svíþjóð. Þriðji er svo Heimir Gunnarsson á Ör frá Prestsbakka. Hann keppir fyrir Ísland. Heimir reið gott og þétt prógramm. Ör er kannski ekki léttasta týpa af hrossi en takurinn góður í öllum atriðum og sporið allfjaðurmagnað. Heimir er að stimpla sig inn í fremstu röð á þessari hryssu.

Danski keppandinn Lilian Pedersen á Þór frá Ketu er bragðmikill reiðmaður. Formið á Þór er flott, en taumhendin mætti vera aðeins nettari. Agnes Helga Helgadóttir á Glóðdís frá Toven mætti nú mun einbeittari til leiks en í fjórganginum og átti hverja kommu skilið.

Hafnaði í fimmta sæti og er í A úrslitum. Hún keppir fyrir Noreg.

Hulda Gústafsdóttir þarf að bíta aftur í súrt epli, er í sjötta sæti og efst inn í B úrslit. Hún var framarlega í rásröð. Reið mjög gott prógram, en það dugði ekki til. Denni Hauksson, sem keppir fyrir Ísland á Disu från Hocksbo, er í níunda sæti.

Mynd: Jóhann Skúlason á Kiljan frá Blesatöðum 1A.

A-Úrslit

01 015 Jóhánn R Skúlason / IS Kiljan frá Blesastöðum 1A [-] 7,80 PREL 7,8 (1) 7,8 (1) 7,8 (2) 7,5 (4) 8,5 (1)

02 045 Hjalti Guðmundsson / S Reynir fra Hólshúsum [-] 7,77 PREL 7,8 (1) 7,8 (1) 8,0 (1) 7,7 (2) 7,0 (6)

03 012 Heimir Gunnarsson / IS Ör frá Prestsbakka [-] 7,50 PREL 7,3 (3) 7,5 (3) 7,7 (3) 7,8 (1) 7,3 (2)

04 064 Lilian Pedersen / DK Þór frá Ketu [-] 7,30

PREL 7,0 (10) 7,3 (4) 7,3 (6) 7,7 (2) 7,3 (2)

05 089 Agnes Helga Helgadottir / N Glóðís frá Toven [-] 7,27 PREL 7,3 (3) 7,2 (5) 7,3 (6) 7,2 (7) 7,3 (2)

B-Final

06 014 Hulda Gústafsdóttir / IS Lokkur frá Þorláksstöðum [-] 7,23 PREL 6,8 (12) 7,0 (7) 7,5 (4) 7,5 (4) 7,2 (5)

07 043 Jan Berntsson / S Embla från Smedjegården [-] 7,20 PREL 7,2 (6) 7,2 (5) 7,2 (10) 7,2 (7) 6,7 (9)

08 057 Dorte Rasmussen / DK Gumi frá Strandarhöfði [-] 7,17 PREL 7,2 (6) 6,8 (9) 7,5 (4) 7,3 (6) 7,0 (6)

09 010 Denni Hauksson / IS Disa från Hocksbo [-] 7,13 PREL 7,2 (6) 7,0 (7) 7,3 (6) 7,2 (7) 6,3 (12)

10 075 Nicola Berman-Kankaala / FIN Bruni frá Súluholti [-] 7,00 PREL 7,3 (3) 6,8 (9) 7,0 (11) 7,2 (7) 6,8 (8) ___________________________________

11 072 Juha Kontio / FIN Röðull frá Holtsmúla 1 [-] 6,73 PREL 6,7 (13) 6,8 (9) 7,3 (6) 6,5 (11) 6,7 (9)

12 058 Laura Midtgård / DK Herkules fra Pegasus [-] 6,57 PREL 7,2 (6) 6,7 (12) 6,7 (12) 6,3 (13) 6,3 (12)

13 092 An-Magritt Morset / N Hvatur frá Hvítanesi [-] 6,50 PREL 6,3 (15) 6,2 (17) 6,7 (12) 6,5 (11) 6,7 (9)

14 021 Kristfrið Dam Jacobsen / FO Drottning frá Leirubakka [-] 6,43 PREL 7,0 (10) 6,7 (12) 6,2 (16) 6,3 (13) 6,3 (12)

15 093 Trude Berthelsen / N ssi frá Stóra-Hofi [-] 6,37 PREL 6,5 (14) 6,3 (15) 6,7 (12) 5,5 (18) 6,3 (12)

16 073 Jutta Mäntynen / FIN Blængur frá Sahala [-] 6,27 PREL 6,0 (18) 6,3 (15) 6,5 (15) 6,3 (13) 6,2 (16)

17 038 Helene Blom / S Soldán frá Hvítanesi [-] 6,17 PREL 6,3 (15) 6,5 (14) 6,2 (16) 6,0 (16) 5,8 (18)

18 099 Thomas Larsen / N Nonni von Friesenheim [-] 6,13 PREL 6,0 (18) 6,2 (17) 6,2 (16) 5,8 (17) 6,2 (16)

19 094 Mona Fjeld / N Dagfari frá Akureyri [-] 5,70 PREL 6,2 (17) 6,0 (19) 5,8 (19) 5,3 (19) 5,0 (20)

20 097 Rune Svendsen / N Hugur frá Stóra-Hofi [-] 5,07 PREL 4,5 (21) 4,8 (21) 5,2 (21) 5,2 (20) 5,7 (19)

21 025 Napoleon Falkvard Joensen / FO Mörður frá Miðhjáleigu [-] 4,90 PREL 4,7 (20) 5,3 (20) 5,3 (20) 4,3 (21) 4,7 (21)

--- 024 Elin Tindskarð / FO Marel frá Feti [-] DISQUALIFIED PREL 0,0 (22) 0,0 (22) 0,0 (22) 0,0 (22) 0,0 (22)

LH-Hestar/Jens Einarsson