NM2008 Hulda hélt ekki sætinu í B úrslitum í tölti

Hulda Gústafsdóttir á Lokk frá Þorláksstöðum náði ekki að halda sæti sínu í B úrslitum í tölti fullorðinna á NM2008 og komast þar með í A úrslit.Hulda Gústafsdóttir á Lokk frá Þorláksstöðum náði ekki að halda sæti sínu í B úrslitum í tölti fullorðinna á NM2008 og komast þar með í A úrslit.

Hulda Gústafsdóttir á Lokk frá Þorláksstöðum náði ekki að halda sæti sínu í B úrslitum í tölti fullorðinna á NM2008 og komast þar með í A úrslit. Íslendingar geta þó kæst því Denni Hauksson á Disu från Hocksbo, sem einnig keppir fyrir Ísland, tók hennar sæti. Jafn honum varð sænski keppandinn Jan Berntsson á Emblu från Smedjegården. Þeir keppa báðir í A úrslitum.

Lokkur var ekki eins frískur og í forkeppninni, aðeins farinn að slá af. Hraðabreytingarnar voru þó mjög góðar og að flestra mati þær langbestu í þessum úrslitum. Dómarar voru þó ekki sammála því og Hulda endaði í þriðja sæti.

Disa från Hocksbo er undan Freyju frá Tumabrekku, Freysdóttur frá Flugumýri. Freyja þessi er úrvals kynbótahryssa, á sex fyrstu verðlauna afkæmi, þar á meðal hina frægu Divu frá Gategården. Disa er í eigu Iu Lindholm, eiginkonu Denna. Hún hefur verið sigursæl í fjórgangi og tölti og er með 8,45 í kynbótadómi, þar af 9,5 fyrir tölt og fegurð. Hún er með 8,35 fyrir sköpulag, þar af 9,0 fyrir samræmi og hófa.

Embla från Smedjegården, hryssan sem Jan Berntsson keppir á, er undan Jó frá Kjartansstöðum og Úlpu frá Árbakka, Bylsdóttur frá Kolkuósi.

Embla er fyrstu verðlauna hryssa með 9,0 fyrir tölt. Jan er áhugamaður í hestamennsku. Hann stundar almenna vinnu en þjálfar hross í frístundum, bæði fyrir sjálfan sig, en einnig þekkta tamningamenn í Svíþjóð, svo sem Johan Häggberg. Eiginkona hans Tuija Riuttanen, er einnig í hestamennsku og hefur keppt sem áhugamaður um árabil.

Myndir:

1 Denni Hauksson á Disu från Hocksbo (jörp)

2 Jan Berntsson og Embla från Smedjegården (rauðskjótt)

B-Úrslit í tölti fullorðinna:

06 010 Denni Hauksson / IS Disa från Hocksbo [-] 7,22 SLOW 7,0 (7) 7,5 (6) 7,5 (6) 7,5 (6) 7,0 (7) 7,33 LENG 6,5 (9) 7,5 (6) 7,0 (7) 7,5 (6) 7,5 (6) 7,33 FAST 6,5 (9) 7,0 (8) 7,0 (8) 7,5 (6) 7,0 (8) 7,00

06 043 Jan Berntsson / S Embla från Smedjegården [-] 7,22 SLOW 7,0 (7) 7,5 (6) 7,5 (6) 7,0 (8) 6,5 (8) 7,17 LENG 7,5 (6) 7,0 (7) 7,0 (7) 7,0 (8) 6,5 (8) 7,00 FAST 7,5 (6) 7,5 (6) 7,5 (6) 7,5 (6) 7,0 (8) 7,50

08 014 Hulda Gústafsdóttir / IS Lokkur frá Þorláksstöðum [-] 7,16 SLOW 6,5 (10) 6,5 (9) 7,0 (8) 7,0 (8) 7,5 (6) 6,83 LENG 7,5 (6) 7,0 (7) 7,5 (6) 7,5 (6) 7,0 (7) 7,33 FAST 7,5 (6) 7,0 (8) 7,5 (6) 7,0 (9) 7,5 (6) 7,33

09 057 Dorte Rasmussen / DK Gumi frá Strandarhöfði [-] 6,94 SLOW 7,0 (7) 7,0 (8) 7,0 (8) 7,0 (8) 6,0 (10) 7,00 LENG 7,0 (8) 6,5 (9) 6,5 (10) 6,5 (10) 6,5 (8) 6,50 FAST 7,0 (8) 7,5 (6) 7,0 (8) 7,5 (6) 7,5 (6) 7,33

10 075 Nicola Berman-Kankaala / FIN Bruni frá Súluholti [-] 6,72 SLOW 7,5 (6) 6,5 (9) 7,0 (8) 7,5 (6) 6,5 (8) 7,00 LENG 6,5 (9) 6,0 (10) 7,0 (7) 7,0 (8) 6,5 (8) 6,67 FAST 6,5 (9) 6,5 (10) 6,5 (10) 6,5 (10) 6,5 (10) 6,50

LH-Hestar/Jens Einarsson