NM2008 Heimir Gunnarsson vinnur tvöfalt

20. ágúst 2008
Fréttir
Heimir Gunnarsson á Ör frá Prestsbakka er Norðurlandameistari í tölti fullorðinna og hefur þar með unnið tvöfalt, bæði tölt og fjórgang. Heimir Gunnarsson á Ör frá Prestsbakka er Norðurlandameistari í tölti fullorðinna og hefur þar með unnið tvöfalt, bæði tölt og fjórgang.

Heimir Gunnarsson á Ör frá Prestsbakka er Norðurlandameistari í tölti fullorðinna og hefur þar með unnið tvöfalt, bæði tölt og fjórgang.

Úrslitin komu nokkuð á óvart. Flestir höfðu reiknað með að Jóhann Skúlason á Kiljan frá Blesastöðum 1A héldi fyrsta sætinu eftir yfirburða sýningu í forkeppninni. Ekki minnkaði sú trú manna þegar hann fékk tvær níur fyrir hæga töltið í úrslitunum og langhæstu meðaleinkunnina fyrir það atriði, 8,67.

En engin keppni er búin fyrr en hún er búin. Aðstæður voru mjög erfiðar, ausandi rigning og völlurinn blautur og þungur. Eldri og reyndari hrossin áttu nú leik. En það dugði þó ekki öllum þeirra.

Ljóst var eftir hæga töltið að framhaldið yrði mjög erfitt fyrir Norðurlandameistarann Hjalta Guðmundsson á Reyni frá Hólshúsum. Þeir fengu ekki nema sjö fyrir það. Heimir og Ör voru góð á hægu, 7,83, og löguðu síðan stöðu sína gagnvart Jóhanni og Kiljan í hraðabreytingunum, fengu 8,50 á móti 7,83.

Á greiða töltinu missti Reynir aðra hlífina áður en lokið hafði verið við að ríða upp á fyrri höndina. Hlífarnar á Kiljan höfðu einnig losnað og skröltu upp á miðjum leggjum. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður og augljósa hættu á meiðslum neitaði yfirdómarinn, Jens Krarup Nielsen, að hlífar yrðu lagfærðar og keyrði keppnina áfram. Kiljan sló af og fékk 7,17 fyrir greiða töltið en Heimir og Ör fengu 8,0 og gullið var þeirra. Það var svo áhugamaðurinn Jan Berntsson, Svíþjóð, á Emblu från Smedjegården sem vann sig upp í þriðja sætið og bronsið var þar með hans.

Mynd: Heimir Gunnarsson á Ör frá Prestsbakka.

Tölt fullorðinna, A úrslit:

01 012 Heimir Gunnarsson / IS Ör frá Prestsbakka [-] 8,11 SLOW 8,0 (2) 7,5 (2) 8,0 (2) 8,0 (2) 7,5 (2) 7,83 LENG 8,5 (1) 8,5 (1) 8,5 (1) 8,5 (1) 7,5 (2) 8,50 FAST 8,0 (1) 8,0 (1) 8,5 (1) 8,0 (1) 8,0 (1) 8,00

02 015 Jóhánn R Skúlason / IS Kiljan frá Blesastöðum 1A [-] 7,89 SLOW 8,5 (1) 9,0 (1) 9,0 (1) 8,5 (1) 8,5 (1) 8,67 LENG 8,0 (2) 8,0 (3) 7,5 (3) 7,5 (3) 8,5 (1) 7,83 FAST 7,0 (6) 7,5 (3) 7,0 (5) 6,0 (7) 8,0 (1) 7,17

03 043 Jan Berntsson / S Embla från Smedjegården [-] 7,67 SLOW 8,0 (2) 7,5 (2) 7,5 (4) 7,5 (4) 7,5 (2) 7,50 LENG 8,0 (2) 7,5 (4) 7,5 (3) 7,0 (4) 7,5 (2) 7,50 FAST 7,5 (4) 8,0 (1) 8,0 (2) 8,0 (1) 8,0 (1) 8,00

04 045 Hjalti Guðmundsson / S Reynir fra Hólshúsum [-] 7,39 SLOW 7,0 (6) 7,0 (6) 7,5 (4) 6,5 (7) 7,0 (5) 7,00 LENG 8,0 (2) 8,5 (1) 8,0 (2) 8,0 (2) 7,5 (2) 8,00 FAST 7,5 (4) 7,5 (3) 7,0 (5) 7,0 (5) 7,0 (6) 7,17

05 064 Lilian Pedersen / DK Þór frá Ketu [-] 7,34 SLOW 7,5 (4) 7,0 (6) 7,5 (4) 7,0 (6) 7,0 (5) 7,17 LENG 7,5 (5) 7,0 (7) 7,5 (3) 7,0 (4) 7,0 (5) 7,17 FAST 8,0 (1) 7,5 (3) 8,0 (2) 7,5 (3) 7,5 (4) 7,67

06 089 Agnes Helga Helgadottir / N Glóðís frá Toven [-] 7,28 SLOW 7,0 (6) 7,5 (2) 7,0 (7) 7,5 (4) 7,0 (5) 7,17 LENG 7,5 (5) 7,5 (4) 7,0 (7) 6,5 (7) 7,0 (5) 7,17 FAST 8,0 (1) 7,0 (6) 7,5 (4) 7,5 (3) 7,5 (4) 7,50

07 010 Denni Hauksson / IS Disa från Hocksbo [-] 7,17 SLOW 7,5 (4) 7,5 (2) 8,0 (2) 8,0 (2) 7,5 (2) 7,67 LENG 6,5 (7) 7,5 (4) 7,5 (3) 7,0 (4) 7,0 (5) 7,17 FAST 6,0 (7) 6,5 (7) 6,5 (7) 7,0 (5) 7,0 (6) 6,67

LH-Hestar/Jens Einarsson