NM2008 Galsasynir fljótastir vekringa

Guðmundur Einarsson náði bestum tíma í 250 m skeiði í fyrri umferð á NM2008. Sproti hljóp báða sprettina undir 23 sekúndum af miklu öryggi. Annan bestan tímann fékk Malu Logan á Skyggni frá Stóru- Ökrum. Hann hljóp einsamall í fyrsta spretti og fór þá á 23,36 sekúndum. Hann lá ekki seinni sprettinn. Malu keppir fyrir Danmörku.Guðmundur Einarsson náði bestum tíma í 250 m skeiði í fyrri umferð á NM2008. Sproti hljóp báða sprettina undir 23 sekúndum af miklu öryggi. Annan bestan tímann fékk Malu Logan á Skyggni frá Stóru- Ökrum. Hann hljóp einsamall í fyrsta spretti og fór þá á 23,36 sekúndum. Hann lá ekki seinni sprettinn. Malu keppir fyrir Danmörku.

Guðmundur Einarsson náði bestum tíma í 250 m skeiði í fyrri umferð á NM2008. Sproti hljóp báða sprettina undir 23 sekúndum af miklu öryggi. Annan bestan tímann fékk Malu Logan á Skyggni frá Stóru- Ökrum. Hann hljóp einsamall í fyrsta spretti og fór þá á 23,36 sekúndum. Hann lá ekki seinni sprettinn. Malu keppir fyrir Danmörku.

Sproti og Skyggnir eru báðir undan Galsa frá Sauðárkróki. Páll Bragi Hólmarsson er fjórði á 26,3 sekúndum. Hann hleypti hestinum Baron fra Teland. Kolbeinn frá Þóroddsstöðum lá hvorugan sprettinn hjá Sigurði Óskarssyni. Hann mun væntanlega hlaupa einn á morgun og er þá meiri von til að hann liggi sprettinn.

Enginn íslenskur keppandi tók þátt í 250 m skeiði unglinga og ungmenna. Aðeins fjórir keppendur tóku þátt þegar á hólminn var komið. Nokkri afskráðu til að spara hestana fyrir fimmganginn. Besta tímanum náði Hedvig Larsson á Björk från Vindgang, 23,68 sekúndum, sem er þriðji besti tími dagsins.

Mynd: Guðmundur Einarsson ánægður eftir góðan sprett.

250m skeið fullorðinna, fyrsti og annar sprettur:

01 044 Guðmundur Einarsson / S Sproti frá Sjávarborg [-] 8,28 22,15\"

1ST HEAT 22,15\"

2ND HEAT 22,43\"

02 063 Malu Logan / DK Skyggnir frá Stóru-Ökrum [-] 7,31 23,36\"

1ST HEAT 23,36\"

03 042 Linda Tommelstad / S Flóti frá Daðil [-] 6,43 24,46\"

2ND HEAT 24,46\"

04 017 Páll Bragi Hólmarsson / IS Baron fra Teland [-] 4,96 26,30\"

2ND HEAT 26,30\"

05 071 Annika Kyrlund / FIN Freyja from Terriniemi [-] 4,51 26,86\"

1ST HEAT 26,86\"

........................................

250m skeið unglinga og ungmenna, fyrsti og annar sprettur:

01 034 Hedvig Larsson [YR] / S Björk från Vindäng [-] 7,06 23,68\"

1ST HEAT 23,68\"

02 050 Helle Rosendal [YR] / DK Övaldur von Faxabol [-] 6,12 24,85\"

1ST HEAT 24,85\"

03 028 Nicolina Marklund [JUN] / S Thór frá Tornberga [-] 5,76 25,30\"

1ST HEAT 25,40\"

2ND HEAT 25,30\"

04 048 Emil Fredsgaard Obelitz [JUN] / DK Kátur frá Snararp [-] 2,23 29,71\"

2ND HEAT 29,71\"

LH-Hestar/Jens Einarsson