NM2008 Eyjó kláraði sig af B úrslitum í fimmgangi

20. ágúst 2008
Fréttir
Íslenskir keppendur voru seigir í B úrslitum í morgun. Eyjólfur Þorsteinsson kláraði sig af fimmganginum með nokkrum yfirburðum. Þó voru skeiðsprettirnir ekki auðveldir fremur en í forkeppninni.Íslenskir keppendur voru seigir í B úrslitum í morgun. Eyjólfur Þorsteinsson kláraði sig af fimmganginum með nokkrum yfirburðum. Þó voru skeiðsprettirnir ekki auðveldir fremur en í forkeppninni.

Íslenskir keppendur voru seigir í B úrslitum í morgun. Eyjólfur Þorsteinsson kláraði sig af fimmganginum með nokkrum yfirburðum. Þó voru skeiðsprettirnir ekki auðveldir fremur en í forkeppninni. Smá tappi í Eitli sem vandasamt var að leysa úr. Fyrsti sprettur af þremur klikkaði hjá þeim félögum og landinn fékk fiðring í magann á pöllunum. En tveir seinni sprettirnir heppnuðust prýðilega og dugðu til sigurs.

B úrslit í fimmgangi fullorðinna:

1 Eyjólfur Þorsteinsson / IS Eitill frá Vindási 6,74

2 Rune Svendsen / N Hugur frá Stóra-Hofi 6,33

3 Nicola Berman-Kankaala / FIN Bruni frá Súluholti 6,26

4 Christina Lund / N Gná frá Hofsstöðum 6,26

5 Jóanis í Hoygarðinum / FO Heklugígur frá Langholti II 5,81

Mynd: Eyjólfur Þorsteinsson á Eitli frá Vindási.

LH-Hestar/Jens Einarsson