NM2008 Edda Hrund í A úrslit í fjórgangi ungmenna

20. ágúst 2008
Fréttir
Edda Hrund Hinriksdóttir var efst inn í B úrslit í fjórgangi ungmenna og hélt því sæti í úrslitunum. Mjótt var á munum milli þriggja efstu keppendanna.Edda Hrund Hinriksdóttir var efst inn í B úrslit í fjórgangi ungmenna og hélt því sæti í úrslitunum. Mjótt var á munum milli þriggja efstu keppendanna.

Edda Hrund Hinriksdóttir var efst inn í B úrslit í fjórgangi ungmenna og hélt því sæti í úrslitunum. Mjótt var á munum milli þriggja efstu keppendanna. Helena Vanhanen, Svíþjóð, á Árvakri frá Håkansgården og Katie Brumton, Finnlandi, á Hrímbaki frá Hólshúsum eru sterkar á grunngangtegundunum og hjuggu ískyggilega nærri Eddu Hrund á þeim.

Tölt, hægt og greitt, og gott fet skiluðu Eddu Hrund í mark.

Mynd: Edda Hrund og Tónn frá Hala.

B Úrslit í fjórgangi ungmenna:

1 Edda Hrund Hinriksdóttir [YR] / IS Tónn frá Hala 6,37

2 Helena Vanhanen [YR] / S Arvakur från Håkansgården 6,33

3 Katie Brumpton [YR] / FIN Hrimbakur frá Hólshúsum 6,33

4 Tine Sand [YR] / N Rafn frá Vestra-Geldingaholti [-] 6,10

4 Stephanie Nielsen [YR] / DK Víkingur frá Skarði 6,03

5 Hekla Katharina Kristinsdóttir [YR] / IS Gustur frá Kjarri 6,00

LH-Hestar/Jens Einarsson