NM: Góður árangur íslenska liðsins

07. ágúst 2012
Fréttir
Íslenski hópurinn á NM2012. Mynd: BB
Norðurlandamótinu í hestaíþróttum lauk í Eskilstuna í Svíþjóð á sunnudaginn. Íslenska landsliðið stóð sig vel og uppskar fjögur gull, þrjú silfur og tvö brons.

Norðurlandamótinu í hestaíþróttum lauk í Eskilstuna í Svíþjóð á sunnudaginn. Íslenska landsliðið stóð sig vel og uppskar fjögur gull, þrjú silfur og tvö brons.

Agnar Snorri Stefánsson náði í þrjú af fjórum gullum liðsins. Hann sigraði fimmganginn og slaktaumatöltið á Feng fra Staagerup og varð jafnframt samanlagður sigurvegari fimmgangsgreina á mótinu.

Flosi Ólafsson sigraði tölt ungmenna á Kveik fra Lian og varð annar í fjórgangi ungmenna, auk þess að næla sér í brons fyrir samanlagðan árangur í fjórgangsgreinum í ungmennaflokki. 

Reynir Örn Pálmason varð annar í slaktaumatöltinu á Tór frá Auðsholtshjáleigu.

Guðlaug Marín Guðnadóttir náði í silfur fyrir Ísland í 250m skeiði á hestinum Toppi frá Skarði 1.

Helena Kroghen Aðalsteinsson hlaut síðan brons í gæðingaskeiði ungmenna á hryssunni Fiðlu frá Þingeyrum.

Íslenski hópurinn var samhentur og í honum var gríðarlega góður andi að sögn Bjarnleifs Bjarnleifssonar formanns landsliðsnefndar LH sem var með hópum í Eskilstuna.

LH óskar íslenska hópnum innilega til hamingju með árangurinn en hér fyrir neðan má sjá árangur liðsins í heild sinni.

Árangur íslenska landsliðsins á NM2012

Nafn

Hestur

Árangur

FULLORÐNIR

 

 

Agnar Snorri Stefánsson

Fengur fra Staagerup

1. sæti í 5g og T2, samanlagður sigurvegari fimmgangsgreina, 9. sæti í 250m skeiði, 16. sæti í gæðingaskeiði

Reynir Örn Pálmason

Tór frá Auðsholtshjáleigu

2. sæti í T2 (sigraði B-úrslitin), 19. sæti í 4g

Viðar Ingólfsson

Skvísa vom Hrafnsholt

6. sæti í T2, 9. sæti í 4g

Eyjólfur Þorsteinsson

Losti frá Strandarhjáleigu

4. sæti í T1, 7. sæti í 4g

Guðlaug Marín Guðnadóttir

Toppur frá Skarði 1

2. sæti í 250m skeiði, 6. sæti í 100m skeiði

Denni Hauksson

Divar från Lindnäs

10. sæti í 5g, 12. sæti í 100m skeiði, 8. sæti í gæðingaskeiði

Þórður Þorgeirsson

Týr frá Auðsholtshjáleigu

9. sæti í T1

Jón Bjarni Smárason

Gaukur frá Kílhrauni

9. sæti í T2, 10. sæti í gæðingaskeiði, 12. sæti í 5g

Snorri Dal

Viktorius frá Höfn

15. sæti í 4g, 15. sæti í T1

Hinrik Þór Sigurðsson

Andvari från Stenlia

21. sæti í 5g, 23. sæti í T1

 

 

 

UNGMENNI

 

 

Flosi Ólafsson

Kveikur fra Lian

1. sæti í T1, 2. sæti í 4g, 3. sæti um samanl. sigurvegara fjórgangsgreina ungmenna

Dagbjört Hjaltadóttir

Reynir frá Hólshúsum

5. sæti í tölti ungmenna (sigraði B-úrslitin), 17. sæti í 4g ungmenna

Helena Kroghen Aðalsteinsdóttir

Fiðla frá Þingeyrum

5. sæti í T2 ungmenna, 3.sæti í gæðingaskeiði ungmenna, 12. sæti í 5g ungmenna

Teitur Árnason

Pá fra Eyfjord

8. sæti í 100m skeiði ungmenna, 9. sæti í 5g ungmenna, 11. sæti í T1 ungmenna

Kári Steinsson

Spyrnir frá Grund 2

9. sæti í 4g ungmenna, 18. sæti í T1 ungmenna

Stella Sólveig Pálmarsdóttir

Svaði frá Reykhólum

10. sæti í 4g ungmenna, 19. sæti í T1 ungmenna

Elín Rós Sverrisdóttir

Hector från Sundsby

10. sæti í 4g ungmenna (forkeppni), 14. sæti í T1 ungmenna

Ragnheiður Hrund Ársælsdótir

Vordís frá Hofi 1

23. sæti í 4g ungmenna, 26. sæti í T1 ungmenna