Niðurtalning til Heimsmeistaramótsins 2015 í Herning

25. júní 2015
Lagt af stað frá Brandenborgarhliðinu í Berlín

Það er gamall siður á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins að að ríða boðreið á milli þess lands sem síðast hélt mótið til næsta gestgjafa mótsins.

Lagt var af stað í boðreiðina síðastliðinn sunnudag. Fjórir þýskir íslandshestknapar fengu sérstakan staf afhentann frá þýska Íslandshestssambandinu við Brandenborgar hliðið í Berlín, en þeir voru gestgjafarnir á HM 2013.

Eftir stutta athöfn fóru knaparnir af stað í fyrsta legg ferðarinnar, í átt að Danmörku og Herning, en ferðin er í allt 610km. Knaparnir munu ferðast á milli 25 og 35km á dag, en á hverjum degi fær ný sveit af knöpum stafinn til afhendingar og halda áleiðis með hann.

Stafurinn mun fara yfir landamærin á milli Danmerkur og Þýskalands 26.júlí og þá verður smá athöfn til að marka þann áfanga.

Boðreiðin hefur alltaf verið ákveðin kveðja frá frístundaknöpum til íþróttareiðmannanna, en líka tilvísin í fjölhæfni íslenska hestsins, þar sem hann hentar bæði ungum sem öldnum, úti í náttúrunni, til langferða og til keppni.

Þar sem Heimsmeistaramótið 2015 er haldið í samvinnu allra Norðurlandanna, þá munu boðsveitir frá bæði Danmörku og Noregi halda af stað á sama tíma frá ferjustöðum á milli landanna.

Allar boðsveitirnar munu síðan koma til Herning í tæka tíð fyrir setningarathöfn Heimsmeistaramótsins, miðvikudaginn 5. ágúst.

Mynd: Fyrsta boðsveitin byrjar ferð sína frá Brandenborgar hliðinu.