Niðurstöður Vormóts Léttis

Vormót Létts tókst alveg frábærlega vel og voru úrslitin mjög skemmtileg og spennandi. Oft var mjótt á munum og réðust úrslit ekki fyrr en eftir að síðustu tölur voru slegnar inn.

Hér eru öll úrslit mótsins:

Jón Páll Tryggvason sigraði fimmganginn á glæsihryssunni Glóð frá Hólakoti með 6,62 og fast á hæla hans var Thelma Dögg Tómasdóttir á Sirkus frá Torfunesi með 6,60. Fanndís Viðarsdóttir á Stirni frá Skriðu sigraði fjórgang opinn flokk, Þóra Höskuldsdóttir sigraði ungmennaflokkinn á Huldari frá Sámsstöðum og Egill Már Þórsson og Saga frá Skriðu sigraði unglingaflokkinn.

Í tölti T1 opnum flokki sigraði Höskuldur Jónsson á orkusprengjunni Ósk frá Sámsstöðum, Þóra Höskuldsdóttir og Huldar frá Sámsstöðum sigraði ungmennaflokkinn og Egill Már og Saga frá Skriðu unglingaflokkinn. Baldvin Ari Guðlaugsson og Lipurtá frá Hóli II sigruðu slaktaumatöltið með 6,71 í einkunn.

T1 Opinn flokkur

T1 Ungmenni

Höskuldur Jónsson og Sámur frá Sámsstöðum tók gæðingaskeiðið með 6,63. Skeiðkóngur okkar norðanmanna Svavar Örn Hreiðarsson varð svo bæði 1. sæti á Heklu frá Akureyri og 2. sæti á Flugari frá Akureyri í 100m en Höskuldur og Hákon frá Sámsstöðum urðu í 3 sæti.

Gæðingaskeið

 

Skeiðvallanefnd Léttis langar að þakka keppendum fyrir stundvísi og prúðmannlega reiðmennsku, áhorfendum fyrir mætinguna og sjálfboðaliðum fyrir aðstoðina því án þeirra er þetta ekki mögulegt.