Námskeið um bygginga – og hæfileikadóma hrossa!

18. mars 2010
Fréttir
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands  býður fram eftirfarandi námskeið í samstarfi við Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga: Bygging hrossa. Markmið með námskeiðinu er að bjóða upp á ítarlega fræðslu um byggingu hrossa og hvaða atriði er verið að meta þegar hver eiginleiki byggingar er dæmdur. Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands  býður fram eftirfarandi námskeið í samstarfi við Hrossaræktarsamtök Eyfirðinga og Þingeyinga: Bygging hrossa. Markmið með námskeiðinu er að bjóða upp á ítarlega fræðslu um byggingu hrossa og hvaða atriði er verið að meta þegar hver eiginleiki byggingar er dæmdur. Einnig verður farið yfir reglur kynbótasýninga og það hvernig best er að stilla hrossi upp í byggingardómi. Námskeiðið byggir að hluta til á fyrirlestrum en mikil áhersla verður lögð á verklegar æfingar.
Kennarar: Þorvaldur Kristjánsson og Eyþór Einarsson, kynbótadómarar.
Staður og tími: lau. 27. mars kl. 10:00 –16:30.
Verð: 14.000 kr (kennsla, gögn, veitingar), þar af staðfestingargjald kr. 3000 kr.

Þeir sem taka bæði námskeiðin í Eyjafirði fá niðurfellt staðfestingargjaldið á seinna námskeiðinu!

Hæfileikar hrossa
Markmið með námskeiðinu er að nemendur fræðist um hæfileika hrossa. Farið verður yfir dómkvarðann og hross skoðuð í reið. Hver gangtegund verður tekin fyrir og þeir þættir sem horft er til þegar hún er metin. Vilji og geðslag og fegurð í reið eru tekin fyrir á sama hátt. Námskeiðið byggist á sýnikennslu og fyrirlestrum þar sem hross af ýmsum toga verða notuð sem dæmi. 

Kennarar: Þorvaldur Kristjánsson og  Eyþór Einarsson, kynbótadómarar.
Staður og tími:  sun. 28. mars Kl. 10:00 – 17:00.
 Verð: 20.000 kr. (kennsla, gögn og veitingar)

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 3.500 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun með skýringu á endurmenntun@lbhi.is

Mikilvægt er að skrá sig  hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á endurmenntun@lbhi.is  eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími), fyrir 22. mars!

Minnum á Starfsmenntasjóð bænda www.bondi.is og stéttafélagssjóði v/námskeiða!