Námskeið í hnykkingum

Fræðslunefnd Léttis býður uppá námskeið í hnykkingum með Susie Braun dýralækni, laugardaginn 8. janúar kl. 13:00. Fræðslunefnd Léttis býður uppá námskeið í hnykkingum með Susie Braun dýralækni, laugardaginn 8. janúar kl. 13:00.

Fyrst verður 1 og ½ tíma fyrirlestur fyrir allan hópinn og svo tekur við verkleg kennsla.  Nemendur verða saman í hópum sem raðast niður yfir daginn.  Í verklegu kennsluna koma nemendur með sína hesta.
Námskeiðið kostar 5000 kr. fyrir Léttisfélaga en 7500 kr. fyrir utanfélagsmenn. Skráning og upplýsingar eru á lettir@lettir.is

Fræðslunefnd Léttis.